Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
des.

01


2011
Almennt
Ævintýrakvöld
Ég var í brúðkaupsveislu í kvöld. Brúðurin var ekki hvítklædd. Lét nægja bleikröndótt pils við svarta peysu. Brúðguminn skartaði hins vegar bindi í fyrsta sinn í þau 20 ár sem ég hef þekkt hann. Bæði komin á sextugsaldur.

Saga þeirra minnir á gömul ævintýri. Þau voru kærustupar á unglingsárum, en bárust svo til ólíkra átta fyrir vindi og veðrum eins og gengur og gerist í þessu lífi. Bæði giftust og eignuðust börn. 

Bæði tókust á við hin hversdagslegu vandamál okkar allra áratugum saman. Mættu í vinnuna, ólu upp börnin sín, skröpuðu saman fyrir reikningunum og lifðu við aðrar hversdaglegar áhyggjur – hvort í sínu lagi.

Svo náðu þau bæði á endastöð – hvort í sínu lagi. Annað missti maka sinn, hitt skildi. Bæði gengu í gegnum það sorgarferli sem þessu fylgir. Síðan liðu nokkur ár.

En skyndilega hittust þau aftur. Og þá var allt í einu eins og ekkert hefði breyst síðan þau voru 15 ára. Allavega giftu þau sig í dag. Bæði komin yfir miðjan aldur. En engu að síður glæsileg brúðhjón.

Og fyrir veislugestina stigu þau einn dans. Á spilarann var settur Doktor Hook: „Years from now“. Gamla uppáhaldslagið þeirra frá æskuárunum.

Mér fannst þetta fallegt. Líkast gömlu ævintýri. Og það verður að viðurkennast að „Happy End“ er orðið allt of sjaldséð fyrirbrigði. Svo getur maður auðvitað velt fyrir sér hvað hafi ráðið því að þau skyldu bæði taka þá merkilegu ákvörðun að flytjast til Íslands. Því það var hér sem þau hittust aftur.

Hvort heldur þau verða hér áfram eða kjósa að fara til heimahaganna á Írlandi, vona ég að þau nái því að verða kölluð „gömlu hjónin“.

Til lukku Sharon & Steve.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd