Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
23
2012
Stjórnmál
Kjósum í haust
Eftir að xD- og xB-þingmenn hættu skyndilega málþófi á Alþingi í gær, liggur fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs verður haldin í haust. Það er upplagt að nota tækifærið og bera fleiri stórmál undir þjóðina.
Fyrst ber að nefna kvótamálin. Núverandi stjórnarflokkar boðuðu báðir innköllun aflaheimilda og endurúthlutun með einhvers konar útboði, þótt áherslumunur væri að vísu nokkur. Sú niðurstaða sem nú liggur fyrir þinginu er afrakstur sáttaviðræðna við útvegsmenn. Nú berjast útvegsmenn sjálfir harkalega gegn þessari leið. Þar með er grundvellinum kippt undan sáttinni og ekki lengur nein ástæða til að taka tillit til eiginhagsmuna útvegsmanna.
Þess vegna á að leyfa þjóðinni að kjósa um grundvallaratriði málsins. Á að semja við útgerðirnar um auðlindagjald? Eða á að ákvarða auðlindagjaldið með útboði aflaheimilda á frjálsum markaði?
Stjórnarmeirihlutinn á þingi ætti líka að hafa vit á því að senda ESB-umsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er fáránlegt að halda henni til streitu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Á hinn bóginn er ekki hægt að útiloka að niðurstaðan yrði sú að halda viðræðum áfram. Og þá yrði umboðið líka ótvírætt.
Af hálfu stjórnarandstöðuflokkanna liggur fyrir sú yfirlýsing, að verði rammaáætlun um virkjanir og friðun samþykkt í núverandi mynd, þá verði hún rifin upp, komist þeir til valda. Það er vandalaust að bera þessa áætlun undir þjóðina með aukaspurningum um umdeildustu virkjanakostina. Útkoman verður þá áætlun sem erfitt verður að sniðganga.
Tvær ástæður eru til þess að vísa málum sem þessum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars vegar er það eðlilegt og sjálfsagt að þjóðin ráði. Aðhyllist maður beint lýðræði á annað borð, er ekki hægt að láta þá skoðun gilda bara eftir hentugleikum. Hins vegar eru öll þessi mál nokkuð sérstök í eðli sínu og þess vegna heppilegra að afgreiða þau hvert fyrir sig, en að blanda þeim saman við almenn stefnumál stjórnmálaflokka fyrir Alþingiskosningar.
Í þingkosningunum næsta vor munu kjósendur fyrst og fremst greiða atkvæði eftir því hvaða stjórnmálaafli þeir treysta best til að efla atvinnu, auka kaupmátt, halda niðri verðbólgu og leysa úr skuldavanda fólks. Það eru mál af þessum toga sem allajafna eru kjósendum efst í huga, en sértæk málefni falla í skuggann.
Að kosningum loknum lýsa sigurvegararnir því hins vegar gjarnan yfir, að hin sértæku mál hafi einmitt verið afgreidd í kosningunum: „Úrslit kosninganna leiddu greinilega í ljós að meirihluti þjóðarinnar vill engar breytingar í sjávarútvegi, ekki ganga í ESB og enga rammaáætlun“, gætu forystumenn xB og xD sem best sagt við upphaf nýs meirihlutasamstarfs eftir næstu kosningar.
Ekki síst þess vegna á að kjósa um þessi sértæku mál í haust.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd