Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði

Frá núlli í 20 milljóna skuld

Það er auðvitað fáránleg tilhugsun að fólk sem bæði var eignalaust og skuldlaust fyrir fáeinum árum geti nú staðið uppi jafn eignalaust, en með 20 milljóna skuld á bakinu. Þetta er nú samt það sem lesa má út úr tölum fjármálaráðuneytisins um þau heimili sem glíma sem við hærri veðskuldir en sem nema fasteignamati íbúðarinnar.

Hvernig gat þetta gerst? Jú, íbúð á höfuðborgarsvæðinu var keypt þegar verð var hæst í lok góðærisins, fyrir 25 milljónir. Kaupin voru fjármögnuð 100% með myntkörfuláni, sem síðan hefur hækkað um 60% og stendur nú í 40 milljónum. Á sama tíma hefur fasteignamatið lækkað um 20% og verðmæti íbúðarinnar er nú 20 milljónir. Mismunurinn er 20 milljóna skuld.

Einhvern veginn svona virðist komið fyrir þeim sem farið hafa allra verst út úr íbúðakaupum. Flestir eru til allrar lukku skár settir, en alls eru veðskuldir ríflega 20.000 heimila hærri en verðgildi fasteignarinnar.

Á vef forsætisráðuneytisins má sjá glærukynningu fjármálaráðherra (PDF, 44 KB) þar sem fram kemur að skuldir þessara heimila nema um 125 milljörðum umfram fasteignamat. Hér er áhugavert að skoða töflu um fjölda skuldara. Út frá henni er auðreiknað að fasteignamat hverrar íbúðar er að meðaltali innan við 20 milljónir. Sú tala er mjög svipuð hvort heldur umframskuldin er 10, 50 eða 100% yfir fasteignamatinu.

Hér er sem sé komið unga fólkið sem var að kaupa sína fyrstu íbúð á árunum fyrir hrun.

Það er alveg ljóst að megnið af þessum 125 milljörðum mun aldrei innheimtast. Þessa peninga þarf að afskrifa sem allra fyrst. það lendir á Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðunum og bönkunum. Bankarnir þola sinn hlut. Lífeyrissjóðirnir neyðast til að skerða lífeyri, en hlutur Íbúðalánasjóðs lendir á ríkinu.

Af þeim 220 milljörðum sem talað hefur verið um að 18% flöt niðurfærsla muni kosta, eru þá 95 milljarðar eftir. En þessa peninga þarf að nota í úrræði á borð við greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun. Þau úrræði kosta nefnilega líka peninga.

Fjöldamargt fólk hefur ekki nýtt sér þessi úrræði og ein veigamesta ástæðan er vafalaust sú að allt of margir eru enn að bíða eftir töfralausninni, þeirri stóru og almennu niðurfellingu skulda, sem nú hefur verið prédikuð samfellt í nærri 3 ár.

Ég velti fyrir mér hvort þeir sem haldið hafa þessari reginfirru á lofti, geri sér grein fyrir hversu miklum skaða þeir hafa valdið, hvort þeir átti sig á því að fólk er nú þegar búið að missa húsnæði sitt, vegna þess að það lagði trúnað á þennan boðskap.

Það er ljótur leikur að vekja fólki óraunhæfar vonir.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er